1. bekkur L í námsferð í Mývatnssveit
1. bekkur L í námsferð í Mývatnssveit

Síðastliðið haust hófst kennsla á nýrri kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir við MA. Tuttugu nemendur hófu nám á þessari nýju braut. Á fyrsta árinu eru þau að mestu leyti í bóklegum kjarnagreinum en hefja engu að síður strax sérhæfingu í einkennisgreinum brautarinnar. Alls ljúka nemendur 47 einingum í ýmsum greinum sem tengjast sviðslistum, allt frá leiklistarsögu til hönnunar leikmynda. Næsta ár eru til dæmis áfangar í dansi, leiklist og söng, raddbeitingu og textaflutningi. Þessi fyrsti vetur gekk einkar vel og kennarar sammála um að það hafi verið einstaklega gaman að kenna sviðslistahópnum, nemendur afar áhugasamir, virkir og skapandi. Það er tilhlökkunarefni að fá nýjan bekk í haust og brautskrá síðan fyrstu nemendurna af sviðslistabraut vorið 2023.