- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Eitt af elstu félögum MA er íþróttafélagið, ÍMA. Það var stofnað 1938 og hefur eftir því sem best er vitað starfað óslitið síðan. Starfsemi þess felst ekki síst í að skipuleggja og halda bekkjarmót í ýmsum greinum. Í lok fyrstu skólavikunnar var einmitt haldið fótboltamót nýnema, sem var góð leið til að hrista bekki og árganginn saman. Keppt var til úrslita og bar 1T sigur úr býtum. 1U var í öðru sæti og 1X í því þriðja.