Fyrsti samlestur LMA. Myndina tók Birgir Orri Ásgrímsson.
Fyrsti samlestur LMA. Myndina tók Birgir Orri Ásgrímsson.

Skólastarfið á vorönn er komin í fullan gang og önnur kennsluvikan langt komin. Skólastarfið fer vel af stað og allir eru meðvitaðir um sóttvarnir. Auk hefðbundins náms og kennslu er félagslíf nemenda einnig að lifna við, svona eins og hægt er á þessum tímum. Gettu betur – lið skólans náði einni keppni og verður það að duga þetta árið. Ein æfingakeppni fór fram í MorfÍs um síðustu helgi og lauk með sigri Flensborgar-liðsins.

Söngkeppni MA fer fram í streymi 31. janúar. Húsband skólans spilar undir í flestum lögunum og æfir það nú nánast dag hvern. Fyrsti samlestur leikfélagsins fór fram á mánudaginn en 11. mars verður söngleikurinn Heathers frumsýndur. Enn er óljóst hvernig fer með árshátíð skólans, en stefnt var að henni 18. febrúar. Líklegt er að þurfi að fresta henni enn frekar. En fram að því æfa nemendur tónlist og leik, auk ýmislegs annars sem framundan er.