Gamlir nema, ungir kenna
Gamlir nema, ungir kenna

Í morgun var mikið um að vera í kjallara Möðruvalla þegar nemendur í 3. bekk leiðsögðu fólki úr Félagi eldri borgara um notkun tölvu og snjallsíma. Þetta er liður í lífsleikninámi nemenda.

Félag eldri borgara og MA hafa um árabil haft samvinnu af þessu tagi og félagarnir hafa verið afar ánægðir með leiðsögn krakkanna og sagst hafa lært mikið af þeim. Tölvuleiðsögn verður aftur 26. apríl, en nemendur taka þátt í fleiri samfélagsverkefnum, til dæmis aðstoð á íþróttamóti fatlaðra á næstunni.

Myndir voru teknar í morgun, eru miklu fleiri á Facebook.