Geðlestinni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar. Skjáskot af …
Geðlestinni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar. Skjáskot af gedlestin.is.

Geðlestin heimsækir nemendur og starfsfólk MA í dag. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er styrkt af félags- og heilbrigðisráðuneytum. Um hlutverk Geðlestarinnar segir svo á vef Stjórnarráðs Íslands (stjornarradid.is): „Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla um land allt þar sem markmiðið er að ræða við ungt fólk um geðheilsu og hvernig best sé að rækta hana og vernda.“ Markmið þeirra sem standa að Geðlestinni er að heimsækja allar unglingadeildir grunnskóla landsins auk framhaldsskóla. Hægt er að kynna sér nánar verkefni og markmið Geðlestarinnar á vefnum www.gedlestin.is.