Í ár eru þrír áratugir liðnir frá því að MA fór með sigur af hólmi í Gettu betur hið fyrsta sinn. Ár…
Í ár eru þrír áratugir liðnir frá því að MA fór með sigur af hólmi í Gettu betur hið fyrsta sinn. Árið 1991 var liðið skipað þeim Jóni Pálma Óskarssyni, Finni Friðrikssyni og Magnúsi Teitssyni.

Dregið var í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í gær. Menntaskólinn á Akureyri mætir Kvennaskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 12. janúar. MA er í hópi 29 skóla sem taka þátt í keppninni. Fyrsta umferð fer fram dagana 10. – 13. janúar. Hér má sjá hvaða skólar mætast í fyrstu umferð:

10. janúar

Framhaldsskólinn á Laugum — Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
Menntaskólinn í Kópavogi — Framhaldsskólinn á Húsavík.
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði — Fjölbrautaskóli Suðurlands.

11. janúar

Menntaskólinn á Ásbrú — Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
Tækniskólinn — Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja — Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi.
Verkmenntaskólinn á Akureyri — Fjölbrautaskólinn í Garðabæ.

12. janúar

Menntaskólinn á Tröllaskaga — Menntaskóli Borgarfjarðar.
Kvennaskólinn í Reykjavík — Menntaskólinn á Akureyri.
Menntaskólinn við Sund — Menntaskólinn í Reykjavík.
Menntaskólinn á Ísafirði — Borgarholtsskóli.

13. janúar

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ — Menntaskólinn á Egilsstöðum.
Menntaskólinn við Hamrahlíð — Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu.
Menntaskólinn að Laugarvatni — Verkmenntaskóli Austurlands.

Heimild: ruv.is