Sölvi, Ragnar og Sabrina
Sölvi, Ragnar og Sabrina

Annað kvöld, föstudagskvöldið 9. mars klukkan 20.15, keppir Lið MA við lið Fjölbrautskólans í Breiðholti í Gettu betur í Sjónvarpinu. Þetta er fjórða viðureignin í átta liða úrslitum keppninnar.

Lið MA skipa sem fyrr í veytur Ragnar Sigurður Kristjánsson í 4A og þau Sabrina Rosazza og Sölvi Halldórsson í 4X. Óskum þeim velfarnaðar í Sjónvarpinu.

Klukkan 20 sama kvöld frumsýnir LMA, Leikfélag Menntaskólans á Akureyri, leikgerð eftir skáldsögunni LoveStar eftir Andra Snæ Magnason í Hofi. Leikstjóri er Einar Aðalsteinsson, Alls standa 70 nemendur að baki sýningunni, leikendur, söngvarar, kór, hljómsveit og allir hinir sem sjá um svið, búninga, förðun og alla umgjörð verksins. Þetta verður annasamt kvöld og eftirminnilegt.

LoveStar