Menntaskólinn á Akureyri sendir nemendum sínum og starfsfólki óskir um gleðilega jólahátíð.

Skólinn verður lokaður frá og með 21. desember til 3. janúar, en hægt að hafa samband á ma@ma.is.

Fyrsta vikan á nýju ári, 3. - 7. janúar, fer svo í frágang vegna haustannar og undirbúning fyrir vorönnina. 

Kennsla hefst aftur á vorönn 10. janúar samkvæmt stundaskrá. Prófsýningar verða kl. 14 þann sama dag eða í fyrstu kennslustund (fer eftir námsgreinum).