- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur á íslenskubrú fóru í heimsókn í Kjarnaskóg í dag, ásamt kennurum sínum, Jóhönnu Björk Sveinbjörnsdóttur og Herdísi Helgadóttur. Þar fengu þau aldeilis frábærar móttökur frá starfsfólki sem bauð upp á kaffi og popp yfir eldinum.
Heimsóknin er liður í áfanganum Nærsamfélagið þar sem markmiðið er að kynnast ýmsum stöðum og stofnunum í bænum, víkka sjóndeildarhringinn og æfa sig að nota íslenskuna. Aðra hverja viku fara því nemendur í vettvangsferð.
Hópurinn tók strætó suður í Kjarnaskóg og gekk þaðan. Sum gengu svo alla leiðina til baka heim og fengu því fína hreyfingu í kaupbæti.