Mynd: Huginn
Mynd: Huginn

Hin árlega góðgerðavika Hugins hefst í dag með söfnun áheita til styrktar góðu málefni. Að þessu sinni safna nemendur fyrir Samtök um kvennaathvarf. Nemendur taka sér ýmis verkefni fyrir hendur til styrktar Kvennaathvarfinu. Hægt er að kynna sér áheitin og reikningsupplýsingar á fésbókarsíðu Hugins. Við hvetjum fólk til að heita á krakkana og leggja þannig góðu málefni lið.