Góðgerðavika Hugins 2024
Góðgerðavika Hugins 2024

Góðgerðavika Hugins stendur nú yfir. Í ár safna nemendur fyrir Barnaspítala Hringsins. Markmiðið er að safna einni milljón króna og fjórðung úr milljón til viðbótar. Verkefnin sem nemendur leysa af hendi eru fjölbreytt að vanda og í sumum þeirra kemur starfsfólk MA við sögu. Hægt er að kynna sér áheitin á fésbókarsíðu Hugins. Við hvetjum fólk til að heita á krakkana og leggja þannig góðu málefni lið.

Reikningsupplýsingar skólafélagsins Hugins:

0162-15-382074
Kt. 470997-2229
Aur:612-4604