Vala Fannell kynnir sviðslistabrautina fyrir námsráðgjöfum
Vala Fannell kynnir sviðslistabrautina fyrir námsráðgjöfum

Námsráðgjafar úr grunnskólunum á Akureyri og víðar í Eyjafirði komu i morgunkaffi til að kynna sér námsframboðið í MA, ekki síst nýja sviðslistabraut sem hægt verður að innritast á strax í haust og heilbrigðisbraut sem nemendur geta valið eftir fyrsta árið í MA. Það er alltaf gaman að fá gesti úr grunnskólunum í heimsókn og auka tengslin milli skólastiganna.