Unnur Birna, Kolfinna Ósk, Hanna Sigrún og Magnús Máni
Unnur Birna, Kolfinna Ósk, Hanna Sigrún og Magnús Máni

Magnús Máni Sigurgeirsson 3X, Kolfinna Ósk Andradóttir 2T og Unnur Birna Gunnsteinsdóttir 3T tóku þátt í annarri umferð líffræðikeppni framhaldsskólanna fyrir páska. Þau komust öll áfram í þriðju og síðustu umferðina sem fer fram upp úr miðjum mánuði. Alls tóku 20 nemendur á landinu próf 2 og komast 10 þeirra áfram í próf 3. Þau sem standa sig best í því prófi skipa ólympíulið sem keppir í sumar í Kazakhstan. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur.

Á myndinni er auk nemendanna, Hanna Sigrún Helgadóttir líffræðikennarar. Auk hennar kenna Brynja Finnsdóttir og Ragnheiður Tinna Tómasdóttir líffræði.