Elvar Björn, Tobias Þórarinn og Snædís Hanna komust áfram í stærðfræðikeppninni
Elvar Björn, Tobias Þórarinn og Snædís Hanna komust áfram í stærðfræðikeppninni

Þrír nemendur MA komust áfram í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, sem haldin var 30. september.

Tobías Þórarinn Matharel í 1X var í 15. sæti á neðra stigi, Snædís Hanna Jensdóttir í 2X var í 11.-12. sæti á efra stigi og Elvar Björn Ólafsson í 3Z var í 7. sæti á efra stigi. Þau sem komast áfram eftir forkeppnina öðlast rétt til að keppa í úrslitakeppninni sem haldin verður í mars á næsta ári. Þeim sem verða í efstu sætum úrslitakeppninnar býðst þátttaka í Norrænu stærðfræðikeppninni og þau gætu einnig verið valin til að keppa í Eystrasaltskeppninni og Ólympíuleikunum í stærðfræði.

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema hefur verið haldin árlega síðan 1984 og markmið hennar er að auka áhuga framhaldsskólanema á stærðfræði og öðrum greinum sem byggja á stærðfræðilegum grunni. Að þessu sinni tók 21 nemandi úr MA þátt í forkeppninni.

Valdís Björk Þorsteinsdóttir, stærðfræðikennari