4. bekkur U
4. bekkur U

Í lok hverrar annar er rýnt í námsmat annarinnar og fagstjórar sögðu á fyrsta kennarafundi vorannar frá árangri og breytingum í sínum greinum.

Margir nemendur standa sig afar vel. Rakel María Ellingsen og Örvar Ernir Elvarsson voru hæst í 1. bekk með 9,5 í meðaleinkunn. Birta Rún Randversdóttir í 2. bekk og Katrín Hólmgrímsdóttir í 3. bekk voru báðar með 10 í öllum áföngum og í 4. bekk var Sigurrós Halldórsdóttir hæst með 9,8.

Hæsta meðaleinkunn bekkjar var 8,4 í 4. U og nemendur í 1. T mættu að meðaltali best.

Skólinn óskar nemendum til hamingju með þennan góða árangur.