LMA setur Gosa á svið
LMA setur Gosa á svið

Undirbúningur Leikfélags MA á leikverki yfirstandandi skólaárs er hafinn. Áætlað er að frumsýna Gosa þann 8. mars nk. í Hofi. Leikstjóri er Marta Nordal og tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.

Sagan um Gosa eftir ítalska höfundinn Carlo Collodi er flestum kunn. Hún kom upphaflega út á bók árið 1883 undir heitinu The Adventures of Pinocchio. Gosi er trébrúða sem dreymir um að verða manneskja af holdi og blóði. Hann segir ekki alltaf satt og rétt frá og þá lengist á honum nefið.

Leikrit, sjónleikur eða söngleikur er árlegur viðburður hjá LMA en meðal verka undanfarinna ára má nefna Útfjör, Hjartagull og Footloose. Leikfélagið er elsta félag skólans, stofnað í janúar 1939. Saga félagsins er því orðin löng og lengist hún enn frekar með spýtustráknum Gosa.