- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á hverju hausti fær MA gleðilegar heimsóknir frá grunnskólanemendum í 10. bekk. Heimsóknin er liður í því að grunnskólanemendur kynni sér skóla og nám í heimabyggð svo þau eigi auðveldar með að velja sér nám þegar að því kemur. Í gær, 8. október, heimsóttu okkur ýmsir skólar utan Akureyrar, allt frá Þórshöfn í austri til Höfðaskóla í vestri. Dagurinn er langur og strangur fyrir þau– en vonandi ánægjulegur – því að krakkarnir fara í MA og VMA á sama degi auk þess sem þau skoða heimavistina. Í dag, 9. október, komu svo allir skólarnir á Akureyri. Alls komu 294 nemendur frá Akureyri og 171 frá skólum utan Akureyrar.
Kynningarnar fara þannig fram að skólameistari tekur á móti hópnum og segir aðeins frá MA og því næst taka fulltrúar úr stjórn skólafélagsins við og kynna félagslífið. Hópnum er svo skipt í fernt og heimsækir hver hópur fjórar stöðvar í skólanum þar sem námsbrautirnar eru kynntar. Auk kennara sjá nemendur líka um að kynna námið. Ekki er farið í nákvæmar kynningar á námsferlum heldur lagt upp með að kynna einkennisgreinar brautanna og sérkenni þeirra.
MA þakkar öllum grunnskólanemendunum fyrir komuna og nemendum og starfsfólki sem stóð vaktina í MA.