Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara
Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara

Úrslit í kosningum til formanns Félags framhaldsskólakennara voru kunngjörð í dag. Formannskjörið fór fram dagana 17. - 23. september.

Guðjón Hreinn Hauksson kennari við MA bar sigur úr býtum en auk Guðjóns var Gunnar Hólmsteinn Ársælsson kennari við FG í framboði. Guðjón hlaut 660 atkvæði eða 74,83% allra greiddra atkvæða. Gunnar hlaut 181 atkvæði eða 20,52%. Alls greiddu 882 atkvæði eða um 50% þeirra sem voru á kjörskrá. Auðir seðlar voru 41 eða 4,65%.

Guðjón er þannig réttkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara til ársins 2022.

Við óskum Guðjóni til hamingju með formannskjörið og velfarnaðar í nýju og krefjandi starfi.