Selma Dís Hauksdóttir, Mars Baldurs og Guðrún María Aðalsteinsdóttir verðlaunahafar í ritlistakeppni…
Selma Dís Hauksdóttir, Mars Baldurs og Guðrún María Aðalsteinsdóttir verðlaunahafar í ritlistakeppninni Ungskáld 2022

Í vikunni voru tilkynnt úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2022. Alls bárust 57 verk í keppnina frá 27 þátttakendum.

3. sæti: Guðrún María Aðalsteinsdóttir fyrir verkið Mávur verður vitni að maraþoni! Guðrún María er í 3V.

2. sæti: Selma Dís Hauksdóttir fyrir verkið Tilfinningar og meiri tilfinningar.

1. sæti: Mars Baldurs fyrir verkið Þágufallssýki. Mars er nemandi í VMA.

Tónlistaratriði við verðlaunaafhendinguna voru í höndum MA-inga, Júlíönu Valborgar Þórhallsdóttur og Dags Nóa Sigurðssonar. Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar, Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu. Aðalbjörg Bragadóttir er fulltrúi skólans í nefndinni.

Skólinn óskar Guðrúnu Maríu og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju.