Háskóladagurinn í MA miðvikudaginn 13. mars 2019
Háskóladagurinn í MA miðvikudaginn 13. mars 2019

Háskóladagurinn á Akureyri er á morgun, miðvikudaginn 13. mars.

Kynningar fara fram í
Menntaskólanum á Akureyri kl. 9:30 - 11:00 og Verkmenntaskólanum á Akureyri kl. 13:00 - 14:30.

Um Háskóladaginn segir á fésbókarsíðu skipuleggjenda:

Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum. Háskóladagurinn verður svo á ferð og flugi dagana 5. - 13. mars.

Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt, sem telur yfir 500 námsleiðir, og námsráðgjafar verða á staðnum.

Langar þig í háskólanám? Ef svarið er já, þá viltu ekki missa af þessu einstaka tækifæri.

Allir velkomnir!