Fagnað að sýningu lokinni. 3L í Samkomuhúsinu.
Fagnað að sýningu lokinni. 3L í Samkomuhúsinu.

Mikil tímamót voru í gærkvöldi þegar lokaverkefni nemenda í sviðslistum voru sýnd í Samkomuhúsinu. Kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir var stofnuð fyrir þremur árum og nú brautskráist fyrsti árgangurinn, alls 16 nemendur. Þau innsigluðu lærdóminn, þroskann og sköpunina sem þau hafa viðað að sér sl. þrjú ár hvert og eitt með sitt lokaverkefni sem sýnt var í gærkvöldi. Verkin voru afar fjölbreytt, dansverk, einleikir, söngleikur, leiklestur, búningahönnun, saga fyrir tölvuleik, handritsskrif og hönnun leikmyndar. Menntaskólinn á Akureyri óskar nemendum innilega til hamingju með áfangann og einnig kennurum þeirra Ingunni Elísabetu Hreinsdóttur  og Völu Fannell.