Heimsókn í MA 2024
Heimsókn í MA 2024

 Miðvikudaginn 15. maí milli kl. 16:30 - 17:30 er opið hús í MA. Fólki er velkomið að koma í heimsókn og kynna sér skólastarfið, námið, þjónustuna, heimavistina og félagslífið. Forráðafólk 10. bekkinga er sérstaklega hvatt til að mæta ásamt börnum sínum.

Dagskráin er svona:

1) Almenn kynning í Kvos

2) Tónlistaratriði frá nemendum

3) Léttar veitingar

4) Ratleikur

Opið er fyrir umsóknir um skólavist til 7. júní nk. Sótt er um á menntagatt.is

Sjáumst í MA!