Mynd: Alexandra Rós Cortes
Mynd: Alexandra Rós Cortes

Guðmundur Ingi Kristjánsson, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti MA í gær ásamt aðstoðarmanni sínum og tveimur starfsmönnum ráðuneytisins. Ráðherra hefur það markmið að heimsækja alla framhaldsskóla landsins og er MA 15. skólinn sem hann heimsækir.

Ráðherra fundaði með starfsfólki og stjórn skólafélagins í Kvosinni og fór þar yfir fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar. Í lok fundarins var boðið upp á fyrirspurnir og umræður. Hann skoðaði einnig skólann og m.a. beinið fræga. Skólameistari veitti honum svo gullugluna, heiðursmerki skólans.