Hléæfingar og nám getur líka farið saman, t.d. í þýsku
Hléæfingar og nám getur líka farið saman, t.d. í þýsku

Vinnudagur nemenda getur verið býsna langur og þau eru gjarnan í kennslustundum frá 8:15 til kl. 16 á daginn. Það kallar á mikla kyrrsetu og það er því nauðsynlegt að brjóta upp daginn með hreyfingu. Öll eru nemendur í íþróttatímum 1-2svar í viku og fá hreyfingu líka þegar þau fara á milli kennslustunda; leiðin á milli efstu hæðar Gamla skóla og efstu hæðar Möðruvalla finnst sumum býsna löng. En þessu til viðbótar hefur Ingibjörg Magnúsdóttir íþróttakennari líka innleitt hléæfingar nú á vorönninni. Þær voru fastur liður fyrir allmörgum árum en lögðust svo af þar til nú og eru liður í ýmsum umbótatillögum hóps starfsfólks í Eramus-verkefni. Síðustu mínúturnar í 7. kennslustund eru notaðar í léttar teygjur eða jafnvel dans ef stemningin er slík. Hér má sjá ýmsar tillögur frá Ingu að hléæfingum.