Nemendur á hraðlínu í MA 2021-2022 (vantar einn á myndina)
Nemendur á hraðlínu í MA 2021-2022 (vantar einn á myndina)

Frá árinu 2005 hefur MA innritað öfluga og áhugasama nemendur sem koma beint eftir 9. bekk. Hraðlínan hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum árin og í stað þess að hún standi sjálfstætt sem bekkur innritast nemendur nú beint inn á brautir í þann bekk sem við á. Hildur Hauksdóttir verkefnastýra hefur umsjón með þessum hópi og hitta krakkarnir hana u.þ.b mánaðarlega til að taka stöðuna.  Þetta skólaár var engin undantekning, frábær hópur af ungmennum völdu að koma í MA og hafa staðið sig með miklum glæsibrag. Þau féllust á myndatöku í tilefni þess að nk. fimmtudag er rafrænn kynningarfundur fyrir áhugasama 9. bekkinga og forráðafólk þeirra. Hægt er að tengjast fundinum á þessari slóð.