Hús skólans voru rýmd á brunaæfingu
Hús skólans voru rýmd á brunaæfingu

Það er mikilvægt að huga reglulega að brunavörnum og halda brunaæfingar. Ein slík fór fram í MA í dag, húsin voru rýmd og nemendur og starfsfólk safnaðist saman á planið fyrir ofan Möðruvelli.  Að lokinni æfingu er svo farið yfir atriði sem þarf að huga að og laga en í heildina tókst æfingin mjög vel.