Uppruni nýnema. Samantekt: Valdís B. Þorsteinsdóttir
Uppruni nýnema. Samantekt: Valdís B. Þorsteinsdóttir

Óvenju margir nýnemar hófu nám í MA nú í haust, alls 240 nemendur í 9 bekkjardeildum. Aðal upptökusvæði MA er Akureyri og nágrannabyggðir. Um 60% nýnema er frá Akureyri og tæp 16% annars staðar úr Eyjafirði; rúm 6% eru af höfuðborgarsvæðinu. Stúlkur eru tæp 65% og piltar 35%, önnur kyn eru ekki skráð.