Kristín, Heimir og Lena
Kristín, Heimir og Lena

Í ljósi þess að nemendur þurfa að sinna námi sínu að heiman, bendum við á nokkur góð ráð til að auðvelda námið. Upplýsingar frá Landlækni sem uppfærðar eru reglulega má finna ​hér ​

 Í námi sem stundað er heima er áreitið með öðrum hætti en í skóla, t.d. geta fjölskyldumeðlimir, gæludýr eða heimilisstörf kallað á athygli. Mikilvægt er að halda rútínu og huga að andlegri og félagslegri heilsu.  Hér er stiklað á því helsta sem gott er að hafa í huga:

Umhverfi

  • Skilgreinið svæði á heimilinu fyrir námið, að það sé á einhvern hátt afmarkað öðru heimilislífi. Það getur verið hluti af borðstofuborði eða sér herbergi, allt eftir aðstæðum hvers og eins.

Upphaf dags

  • Gott er að halda morgunrútínu líkt og venjulega, t.d. fara í sturtu, klæða sig, borða morgunmat, o.s.frv.
  • Markið upphaf dags á ákveðinn hátt, t.d. með því að fá ykkur morgunmat, göngutúr, gera núvitundaræfingar, o.s.frv.  
  • Finnið það sem hentar ykkur, mikilvægast er að stíga inn í daginn á táknrænan hátt

Skipulag dags og markmið

 

Námsáætlanir

  • Námsáætlanir eru góðar til að finna út hvar maður á að vera staddur í námsefninu hverju sinni. Einnig er hægt að sjá hvaða verkefnum á að skila og hvenær. Ath. námsáætlanir gætu breyst meðan skólinn er lokaður, því er nauðsynlegt að vera í góðu sambandi við kennara. 
  • Hægt að finna námsáætlanir á Innu og/eða Moodle

Heilsa, líðan og samskipti

  • Mikilvægt er að vera í góðu sambandi við kennara og samnemendur yfir daginn. Fylgist vel með hvaða samskiptabúnað hver og einn kennari vill að þið nýtið ykkur.  
  • Verið dugleg að deila upplýsingum og hjálpast að.
  • Nýtið tæknina. t.d. spjallþræði, myndsamtöl, Moodle, Inna og hjálparmyndbönd í ​stærðfræði​ o.fl.
  • Nauðsynlegt er að fara út í ferskt loft a.m.k. einu sinni á dag (þau sem eru í sóttkví fylgi leiðbeiningum þar um)
  • Finnið gleðina og húmorinn í þessum aðstæðum og finnið kostina við tímabundna heimavinnu
  • Sýnið ykkur mildi, oft er fólk afkastameira í ró og næði heima, gefið ykkur klapp á bakið við og við og fagnið því sem þið afkastið 
  • Munið að hugsa vel um ykkur, hér eru upplýsingar um nokkrar góðar leiðir til þess:
  •  Hér má finna góðar upplýsingar og æfingar varðandi núvitun  ​Núvitundarsetur og ​jóga 
  •  Hér má líka finna góðar líkamsæfingar sem hægt er að gera ​heima 

Klefinn.is

  •  Á ​RUV​ er bæði morgunhugleiðsla og morgunleikfimi
  •  Reglulegur svefn er mjög mikilvægur 

Náms- og starfsráðgjafar og sálfræðingur eru til taks 

  • Símatími alla virka daga frá 10-12
  • Fyrirspurnir og símaviðtalspantanir sendist í tölvupósti
  • Lena Rut Birgisdóttir lena@ma.is   Heimir Haraldsson heimir@ma.is 

Kristín Elva Viðarsdóttir   kristinelva@ma.is

 

Góð ráð og upplýsingar um COVID-19

 Bjargráð á streituvaldandi tímum (Rauði krossinn)  

Síða með ​spurt og svarað um skólastarf á neyðarstigi almannavarna 

Síða með ​upplýsingum um COVID-19 fyrir börn og ungmenni   

Það sem þú þarft að vita​ um COVID-19 (Landlæknisembættið)  

COVID-19- ​Ýmsar hagnýtar upplýsingar

 

Gangi ykkur vel!