Frá skólasetningu 2023
Frá skólasetningu 2023

Innritun nýnema er nú lokið. Hér er nýnemabréf sem við biðjum forráðafólk og nýnema að lesa. Það er mjög mikilvægt að skoða Innu og athuga hvort netföng og símanúmer eru rétt skráð hjá nemanda og forráðafólki.

Skrifstofa skólans er lokuð en opnar aftur 7. ágúst.

Erindum til skólans utan opnunartíma skrifstofu er best að beina á netfang skólans, ma@ma.is.

Skólinn verður settur 21. ágúst og kennsla hefst daginn eftir samkvæmt stundatöflu. Skóladagatal næsta skólaárs er aðgengilegt hér á ma.is. Við biðjum forráðamenn að skipuleggja frí barna sinna þannig að það hafi ekki áhrif á mætingu þeirra í skólann.

Stundatöflur og bókalistar verður aðgengilegt á INNU um miðjan ágúst.

Starfsfólk skólans óskar nemendum skólans og forráðafólki þeirra gleðilegs sumars.