Frá skólasetningu
Frá skólasetningu

Innritun í framhaldsskóla er nú lokið. Í MA voru alls teknir inn 187 nemendur í 7 bekki. Þeir eru allir mjög fjölmennir og því ekki pláss fyrir fleiri nemendur. Í 2. bekk er ekki pláss í bekkjum nema á náttúrufræðibrautum.

Skólinn hefst 21. ágúst með skólasetningu. Á ma.is má sjá Nýnemabréf og upplýsingar um skólabyrjun. Nýnemar hafa fengið nýnemabréfið sent. Ef einhver hyggst ekki þiggja skólavist er hægt að láta vita með því að senda póst á ma@ma.is. Greiðsluseðlar koma í heimabanka.

Það er tilhlökkunarefni eins og alltaf að taka á móti nýjum nemendum í ágúst.