Frá skólasetningu
Frá skólasetningu

Innritun nýnema í MA er lokið og er hægt að sjá stöðu umsókna á menntagatt.is. Alls sóttu 194 grunnskólanemendur um MA sem fyrsta kost og voru 179 þeirra innritaðir. Að auki voru teknir inn 8 nemendur úr 9. bekk inn á hraðlínu og nokkrir eldri nemendur. Greiðsluseðlar verða sendir út í næstu viku og einnig svokallað nýnemabréf með upplýsingum um skólabyrjun, möguleika á að óska eftir bekkjarfélaga o.fl. Stuttu fyrir skólasetningu 27. ágúst verður opnað fyrir stundatöflu og bókalista í Innu. Það er tilhlökkunarefni að fá nýja nemendur í skólann í haust.