Frá nýnemamóttöku
Frá nýnemamóttöku

Alls voru 208 nýnemar innritaðir í fyrsta bekk 2020. Þeir hafa nú fengið sent svokallað nýnemabréf frá skólanum. Þar eru upplýsingar um innritunargjöld og upphaf skóla en skólinn verður settur 24. ágúst kl. 09:30. Hægt er að óska eftir einum bekkjarfélaga með því að senda póst á bekkir@ma.is og óskin verður að vera gagnkvæm. Það fer þó eftir brautum og þriðja máli hvort hægt er að verða við bekkjarfélagaósk. 

Stuttu fyrir skólabyrjun verður hægt að sjá bekkjaskipan, bókalista og stundaskrá í Innu, upplýsingakerfi allra framhaldsskóla. Bókalista má finna hér

Við hlökkum til að taka á móti nýjum hópi MA-inga.