Nemendur njóta sólar við MA
Nemendur njóta sólar við MA

Innritun nýnema er nú lokið. Aðsókn að skólanum var mjög góð og voru því alls teknir inn 9 bekkir á fyrsta ári. Það hefur aðeins einu sinni gerst áður, og í fyrra voru t.d. eingöngu 7 bekkir. Og það er gaman að segja frá því að þessir bekkir eru stútfullir. Nýnemar fá nú sendan greiðsluseðil og nýnemabréf en eldri nemendur hafa þegar fengið greiðsluseðil fyrir innritunargjöldum. Ef nemandi ætlar ekki að þiggja skólavist væri gott að láta vita af því með því að senda tölvupóst á ma@ma.is.