Spurningakeppni framhaldsskólanna var fyrst haldin árið 1986
Spurningakeppni framhaldsskólanna var fyrst haldin árið 1986

Nú styttist í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Síðastliðið skólaár fór fyrsta umferð fram fljótlega eftir áramótin og því ekki seinna vænna að hefja undirbúning fyrir komandi átök. Inntökupróf fyrir Gettu betur 2024 fara fram í dag þriðjudaginn 10. október klukkan 16:15 í stofu M1. Nemendur eru hvattir til að mæta og láta ljós sitt skína.