Nemendur í gongslökun
Nemendur í gongslökun

Valáfangi í jákvæðri sálfræði hefur nokkrum sinnum verið í boði í MA og notið vinsælda. Nemendur kynnast jákvæðri sálfræði sem fræðigrein, hvernig hægt er að nýta hana í daglegu lífi og læra leiðir til að efla sjálfsmynd sína og vellíðan. Megináhersla er á mannlega styrkleika og hvernig hægt er að nýta eigin styrkleika til að gera líf sitt betra með því að þjálfa sig og vinna að settum markmiðum. Nemendur kynnast ýmsu sem í boði er á Akureyri og fóru til dæmis, ásamt kennara sínum Lindu Sólveigu Magnúsdóttur, í Óm, yoga- og gongsetur um helgina. Þar bauð Arnbjörg Kristín upp á gongslökun og fræddi síðan hópinn aðeins um sögu gongsins. Nemendum fannst þetta mjög áhugavert og væru mörg þeirra til í að fara  aftur. Í næstu viku fer svo hópurinn að Knarrarbergi  í yoga