Jóhann S. Björnsson
Jóhann S. Björnsson

Helgina 14. – 15. október var haldin ráðstefna á Reykjum í Hrútafirði á vegum Íslenska stærðfræðifélagsins. Þar hélt meðal annarra erindi Jóhann S. Björnsson stærðfræði- og eðlisfræðikennari í MA.

Fyrirlesturinn hans fjallaði einkum um þrautir í stærðfræðikennslu og hvernig hægt er að nota þær til að kenna samvinnu, rökhugsun og áætlanagerð. Þá eru notaðar aðferðir úr leikjafræðum; nemendur glíma við alls kyns þrautir eða leiki þar sem þau fá ekki allar upplýsingar og þurfa að leita að þeim. Í raun er ekki neitt eitt rétt svar og nemendur þurfa að vinna með öðrum og máta sig við þeirra lausnir. Í raun að kenna þeim að hugsa segir Jóhann.

Sjálfur notar Jóhann stundum svona þrautir til að brjóta upp kennslustundir eða þegar yfirferð á ákveðnu námsefni hefur klárast. Þetta er skemmtilegt og þjálfar jafnframt grundvallarhugsun.

Mörg önnur erindi voru haldin á ráðstefnunni sem snerta stærðfræði með einum eða öðrum hætti, t.d. Stærðfræðikeppnir á Íslandi; Að byggja upp hugsandi skólastofu í stærðfræðikennslu í framhaldsskólum; Samstem, samstarfsverkefni háskólanna og framhaldsskólanna um STEM; Stelpur diffra - sumarnámsbúðir í stærðfræði.