Nemendur í náttúrulæsi við flökun
Nemendur í náttúrulæsi við flökun

Nemendur í áfanganum náttúrulæsi í 1. bekk eru sífellt að læra nýja og spennandi hluti. Verkefni vikunnar var sannarlega öðruvísi en Einar Sigtryggsson, kennari í náttúrulæsi, sendi okkur stuttan pistil um það sem var efst á baugi hjá nemendum: 

,,Á dögunum  spreyttu nemendur í 1. bekk sig á að flaka fisk. Verkefnið gengur út á að flaka þorsk og vigta öll flök sem skila sér. Í kjölfarið er svo unnin skýrsla þar sem fjallað er um þorsk og nýtingu hans. Tölfræði með öllum mælingum er unnin og dregnar eru ályktanir út frá helstu niðurstöðum.

Verkefnið vekur ávallt mikla lukku hjá nemendum og flestir skemmta sér konunglega við vinnuna. Árangur við flökunina er eins misjafn og nemendur eru margir."