Teikningar af útskriftarnemendum hafa birst í Carmínu í 85 ár
Teikningar af útskriftarnemendum hafa birst í Carmínu í 85 ár

 

Senn líður að útskrift fjölmennasta hóps útskriftarnemenda í sögu Menntaskólans. Nemendur hafa í vetur leitað logandi ljósi að listamönnum vítt og breitt um bæinn til að teikna mynd af sér fyrir Carmínu. Carmína hefur verið óaðskiljanlegur hluti af skólahaldi í MA allt frá árinu 1934.

Sverrir Páll Erlendsson kennari við Menntaskólann til margra ára er sennilega manna fróðastur um sögu þessarar skemmtilegu árbókar. Hann var í viðtali á Rás 1 á dögunum þar sem hann spjallaði við Þórgunni Oddsdóttur um Carmínu í nútíð og fortíð. Hér má hlusta á viðtalið við Sverri Pál. Inngangur að spjalli þeirra Sverris og Þórgunnar hefst 18:19 á tímalínu þáttarins.

Í beinu framhaldi af samtali þeirra tekur annað áhugavert samtal við. Jón Þór Kristjánsson ræðir við Hólmkel Hreinsson amtsbókavörð um gamla fyndni og nýja á Amtsbókasafninu á Akureyri. Hólmkell útskrifaðist frá MA vorið 1980.