Brynjar Karl og Kolbrún Ýrr
Brynjar Karl og Kolbrún Ýrr

Brynjar Karl Óttarsson kennari í menningarlæsi sinnir fræði- og ritstörfum auk kennslu. Hann hefur gefið út tvær bækur, Í fjarlægð – Saga berklasjúklinga á Kristneshæli 2017 og Lífið í Kristnesþorpi. Frá uppvexti til blómaskeiðs og tilvistarkreppu 2016. Á uppstigningardag var svo fluttur þáttur Brynjars Karls á Rás eitt, Kristneshæli, musteri lífs og dauða sem er byggður á bók hans.

Sama dag birtist einnig viðtal við Kolbrúnu Ýri íslenskukennara á Kjarnanum um kennslu á tímum samkomubanns og skólalokana. „Við höfum ótrúlega aðlögunarhæfni og gátum brugðist mjög hratt við þegar líf okkar flestra breyttist. Og þó að það hafi verið snúið fyrir marga að fara úr staðkennslu í fjarkennslu tókst okkur, bæði kennurum og nemendum, vel til.´´ Kolbrún segist hlakka mjög til að mæta til kennslu í skólanum næsta haust og hitta nemendur – og geta sennilega allir starfsmenn skólans tekið undir þau orð.