Sonja Sif, Selma, Margrét Kristín og Björn kvödd. Mynd: Eyrún Huld
Sonja Sif, Selma, Margrét Kristín og Björn kvödd. Mynd: Eyrún Huld

Nokkrir kennarar láta af störfum nú að loknu þessu skólaári, þ.á.m. fjórir eftir mjög langan starfsaldur eða samtals 117 ár. Þetta eru þau Selma Hauksdóttir dönskukennari sem kennt hefur í 36 ár, Margrét Kristín Jónsdóttir sem kennt hefur tungumál í 33 ár, Björn Vigfússon sem kennt hefur aðallega sögu í 25 ár og Sonja Sif Jóhannsdóttir sem kennt hefur íþróttir, raungreinar og fleira í 23 ár. Þau voru öll kvödd sérstaklega við brautskráningu og fengu við það tækifæri gullugluna, heiðursmerki skólans, í þakklætisskyni fyrir störf sín. Við óskum þeim öllum góðs gengis á nýjum vettvangi og þökkum kærlega fyrir þeirra ómetanlega framlag.