Það er gömul og ný saga að nemendur í MA gangi Menntaveginn á vordögum og gæði sér á ís
Það er gömul og ný saga að nemendur í MA gangi Menntaveginn á vordögum og gæði sér á ís

Allir vita að próftíð togar svolítið í taugakerfið. Jafnvel þó stórum lokaprófum hafi fækkað og símat sé stærri hluti af námsmati nemenda eru alltaf haldin einhver próf í MA. Sumir myndu líka bæta við að alltaf þurfi nemendur að lesa undir prófin í blíðskaparveðri en það er nú bara eins og það er.

Hraðlínunemendur MA hófu sinn próflestur með göngu í ísbúð og upp Menntaveginn. Sígild blanda sem aldrei klikkar. Krakkarnir voru sammála um að veturinn hafi liðið hratt, eiginlega of hratt. Það kemur kannski ekki á óvart því þetta er kröftugt ungt fólk með marga bolta á lofti. Takk fyrir veturinn kæru nemendur og gleðilegt sumar.

Næstkomandi þriðjudag kl. 16:30 er opið hús í MA. Þar geta áhugasamir 9. bekkingar og forráðafólk þeirra kíkt við, spjallað og gætt sér á vöfflum. Verkefnastýra hraðlínu verður til skrafs og ráðagerða og hvetjum við alla sem vilja fara yfir málið að kíkja við. Velkomin í MA.

Hildur Hauksdóttir verkefnastýra hraðlínu