Akureyrarbær undirbýr nú atvinnuátak fyrir ungt fólk í sumar sem er liður í aðgerðum til að bregðast við auknu atvinnuleysi, ekki síst meðal nemenda í framhalds- og háskólum, vegna Covid-ástandsins. Örstutt könnun á stöðu ungs fólks á Akureyri varðandi sumarvinnu hefur verið sett upp í þjónustugáttinni. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um mögulega þátttöku í atvinnuátaki og það er gífurlega mikilvægt að sem flestir svari.

Hér er frétt um málið á vef Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/frettir/orkonnun-sumarvinna-18-25-ara