Nemendur hlusta á ræður frambjóðenda
Nemendur hlusta á ræður frambjóðenda

MA-ingar ganga að kjörborðinu í dag, og kjósa fulltrúa í stjórn skólafélagsins Hugins og ýmis embætti á vegum skólafélagsins. Í gær var svokallaður áróðursdagur en þá reyna frambjóðendur að heilla kjósendur með ýmsum hætti, ekki síst með hvers kyns veitingum. Í morgun var felld niður kennsla í rúma kennslustund til að frambjóðendur gætu kynnt sig með stuttri ræðu og síðan hefst kjörfundur sem stendur til kl. 15. Á mánudag er kosið aftur í þau embætti þar sem ekki náðist meirihlutakosning, kosningakvöldvaka verður um kvöldið og stjórnarskipti fara svo fram á þriðjudag með formlegum hætti.