Þriðjudaginn 9. apríl, kl. 16:30, verður kynningarfundur fyrir forráðamenn 10. bekkinga í Kvosinni í MA. Einnig verður hraðlínan kynnt, námsleið fyrir nemendur að loknum 9. bekk. Náms- og starfsráðgjafar, stjórnendur og nemendur kynna námið og skólann og sitja fyrir svörum. 

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að heimsækja okkur og minnum líka á kynningu á hraðlínu skólans