Söngsalur í Kvosinni
Söngsalur í Kvosinni

Eins og öllum er kunnugt hefur kórónaveiran sett mark sitt á félagslíf nemenda og því lítið farið fyrir söngsal undanfarin misseri. Á því varð breyting í dag þegar blásið var til söngsalar, hins fyrsta á þessu ári. Söngur ungra sem „aldinna“ ómaði í Kvosinni undir hljóðfæraleik efnilegra tónlistarmanna úr hópi nemenda. Dagskráin var fjölbreytt, allt frá HLH-flokknum og Abba til Hesta-Jóa og Undir skólans menntamerki. Nú krossleggjum við fingur og vonum að söngsalur dagsins sé merki um betri tíma með blóm í haga.