Söngleikurinn Útfjör er 70. sýning LMA
Söngleikurinn Útfjör er 70. sýning LMA

Eins og alþjóð veit er Leikfélag Menntaskólans á Akureyri að setja upp sína 70. sýningu. Þetta er söngleikurinn Útfjör eftir þær Lisu Kron og Jeanine Tesori. Þessi glænýi söngleikur hlaut Tony verðlaunin árið 2015 fyrir besta handrit, bestu tónlistina og var að auki valinn besti söngleikurinn. Það er Anna Gunndís Guðmundsdóttir sem leikstýrir sýningunni en hún þýddi einnig verkið ásamt eiginmanni sínum Einari Aðalsteinssyni.

Sýningarnar verða í Samkomuhúsinu á Akureyri og verða sjö talsins. Frumsýningin er 9. mars og lokasýning verður 23. mars. Miðaverð er 2.900 krónur og eru miðar seldir á Tix.is

Ljósmyndina tók Tjörvi Jónsson, nemandi við MA.