Þátttöku MA í Gettu betur er lokið þetta árið
Þátttöku MA í Gettu betur er lokið þetta árið

Lið Menntaskólans á Akureyri er úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Þetta varð ljóst eftir viðureign MA og Fjölbrautaskólans við Ármúla í 16 liða úrslitum í kvöld. Viðureigninni lauk með sigri FÁ 19-13. Sem fyrr voru það þau Ásdís Einarsdóttir, Óðinn Andrason og Sóley Anna Jónsdóttir sem skipuðu lið MA. Þau stóðu sig með prýði.

Átta liða úrslit hefjast í sjónvarpinu þann 5. febrúar nk.