Lið MA; Malín, Jóhannes Óli, Þröstur og Krista. Myndin er fengin af facebook-síðu Málfundafélags Hug…
Lið MA; Malín, Jóhannes Óli, Þröstur og Krista. Myndin er fengin af facebook-síðu Málfundafélags Hugins.

Nemendur í MORFÍs-liðum MA og MH hafa nýtt páskafríið í undirbúning og keppni. Liðin mættust í gær, á föstudaginn langa, á Akureyri og rökræddu um hvort Austurland ætti að vera sjálfstætt ríki. MA mælti gegn því en MH með. Og leikar fóru þannig að lið MA bar sigur úr býtum og er það því komið í úrslit, í fyrsta sinn í 21 ár, og mætir liði MR í úrslitakeppninni þann 29. apríl. Sigurliðið í gær skipuðu þau Jóhannes Óli Sveinsson, Krista Sól Guðjónsdóttir, Malín Marta Eyfjörð Ægisdóttir og Þröstur Ingvarsson. Til hamingju með sigurinn í gær!