Sigurganga MA var stöðvuð af Tækniskólanum í 16-liða úrslitum Gettu betur. Mynd:RÚV
Sigurganga MA var stöðvuð af Tækniskólanum í 16-liða úrslitum Gettu betur. Mynd:RÚV

Lið MA féll úr leik í kvöld í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Liðið mátti lúta í lægra haldi fyrir liði Tækniskólans sem er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Fór svo að Tækniskólinn sigraði með 19 stigum gegn 15 stigum Menntaskólans á Akureyri.

Liðið getur borið höfuðið hátt þrátt fyrir ósigurinn. Góður endasprettur í síðustu viðureign tryggði liðinu sigur gegn Flensborg og þar með þátttöku í 16-liða úrslitum sem er aldeilis prýðilegur árangur.