Nýjasta listaverk skólans, eftir Birgi Rafn Friðriksson.
Nýjasta listaverk skólans, eftir Birgi Rafn Friðriksson.

Menntaskólinn á Akureyri á fjölmörg listaverk, flest eru þau innan veggja skólans en einnig eru nokkur útilistaverk. Nemendur og starfsfólk hefur því list fyrir augunum á hverjum degi. En fleiri geta notið verkanna með því að skoða Listaverkavef MA, þótt vissulega sé annað að horfa á verk í raunheimi en á skjá.

Stefán Jónsson myndlistamaður og kennari hóf að skrásetja listmuni Menntaskólans um 1990 að beiðni Tryggva Gíslasonar skólameistara. Tryggvi hélt áfram skráningu eftir að hann lauk starfi sínu sem skólameistari skömmu eftir aldamót. Sverrir Páll Erlendsson tók upp þráðinn á árunum 2016-2018 og auk þess að auka við skrána útbjó hann merkispjöld og merkti þau verk sem á veggjum hanga, svipað og gert er á öðrum listasöfnum. Eitthvað af listmunum skólans er í geymslu og ekki haft til sýnis, nema hér á vefnum.

Nýjasta listaverk skólans er eftir Birgi Rafn Friðriksson og er gjöf frá 30 ára stúdentum 2023. Það hangir nú inn á Meistarastofu, skrifstofu stjórnenda, og gleður þá sem sjá.